
Að vinna hjá Útilíf
Útilíf er gæðafyrirtæki þar sem þjónusta við viðskiptavini er í fyrirrúmi. Hjá Útilíf vinna tugir einstaklinga bæði í fullu starfi og hlutastörfum. Við leggjum áherslu á skemmtilegt og eftirsóknarvert starfsumhverfi þar sem samvinna er lykilatriði.
Við leitumst við að ráða starfsfólk sem er jafn skemmtilegt og það er duglegt, og auðvitað með brennandi áhuga á íþróttum og íþróttavörum. Útilíf þjónar breiðum hópi viðskiptavina og það gerist best með starfsfólk sem hefur reynslu og þekkingu á ýmsum sviðum íþrótta og útivista.
Hjá Útilíf fá nýir starfsmenn þjálfun til þess að takast á við starfið og lögð er áhersla á að starfsmaðurinn geri sér fulla grein fyrir hlutverki sínu gagnvart viðskiptavinum og samstarfsfólki. Við veitum nýjum starfsmönnum grunnþekkingu og fræðslu um vörumerki og deildir fyrirtækisins.
Útilíf leitast sífellt við að auka og bæta kunnáttu starfsfólks með þjónustu og öryggisnámskeiðum. Starfsmenn hafa einnig tækifæri til að læra um nýjungar í vöruþróun hjá helstu vörumerkjum okkar t.d. Adidas, Deuter, Nike, Rossignol, Speedo, The North Face, Under Armour og mörgum fleiri.
Lykillinn að velgengni í starfi hjá Útilíf eru framúrskarandi þjónustuhæfileikar og góð mannleg samskipti. Við leggjum metnað í að mennta starfsfólk á þessum sviðum og auka ánægju í starfinu.
Ef þú hefur áhuga að vinna með okkur, endilega sendu okkur tölvupóst á umsoknir@utilif.is með eftirfarandi upplýsingum:
Nafn
Kennitala
Heimilisfang Póstnúmer og staður
Símanúmer
Netfang
Áhugamál
Menntun
Meðmæli
Ferilskrá