Spurt og svarað

 

1) Eru upplýsingar um kreditkortið mitt öruggar hjá Útilífi?

Já. Við sjáum ekki kortaupplýsingarnar þínar. Allar greiðslur fara í gegnum örugga greiðslusíðu Valitor sem starfa eftir alþjóðlegum stöðlum um meðferð og vörslu upplýsinga.

2) Sendir Útilíf um allt land?

Já. Við sendum með Póstinum og varan fer á pósthúsið þitt.  Þú getur líka samið við Póstinn að fá í póstbox þar sem boðið er upp á það.  https://www.postur.is/einstaklingar/postbox/

3) Hvað kostar að fá vörur sendar?

Við bjóðum upp á fríar sendingar á pöntunum sem eru hærri en 10.000kr. Sent er á næsta afgreiðslustað Póstsins. Sendingarkostnaður fyrir pantanir undir 10.000kr er 990kr.

4) Ég vil panta vöru sem er mjög þung – get ég fengið hana senda?

Já ekki spurning. Ef hún kostar meira en 10.000kr. sendum við hana þér að kostnaðarlausu. 

5) Eru allar vörur sem Útilíf selja aðgengilegar í netverslun?

Við leggjum áherslu á að vera með allar vörur sem við seljum einnig í netverslun okkar og vinnum stöðugt að því að auka úrvalið.

6) Ég vil breyta eða hætta við pöntun hjá Útilífi

Best er að hafa samband við okkur á netfangið vefverslun@utilif.is.

7) Get ég pantað í gegnum síma?

Nei. Öll verslun fer fram í gegnum vefverslun. Fyrirspurnir má senda á netfangið vefverslun@utilif.is.

8) Er ábyrgð á seldum vörum hjá Útilífi?

Ábyrgð seljanda er í samræmi við það sem kveðið er á um í lögum um neytendakaup. Ef þú leggur ekki fram kvörtun innan tveggja ára frá þeim degi er þú veittir vörunni viðtöku getur þú ekki borið galla á honum fyrir þig síðar.

Komi fram galli innan 2 ára sem rekja má til framleiðslugalla er gert við vöruna, henni skipt út fyrir nýja eða hún endurgreidd. Athugaðu að ábyrgðin nær ekki til tjóns sem hlýst af slysi, vanrækslu, venjulegu sliti eða eðlilegu litatapi sem verður við notkun og þegar á líður.

9) Vara er gölluð eða biluð – hvert leita ég?

Hafðu samband við okkur á netfangið vefverslun@utilif.is eða komdu með vöruna í verslun okkar í Smáralind.

10) Ég vil skila vöru frá Útilífi – hvar er það gert?

Komdu við í verslun okkar í Smáralind eða sendu okkur vöruna. Endursending vöru er á ábyrgð og kostnað kaupanda nema hann hafi fengið ranga eða skemmda vöru afhenta. Sjá ábyrgðarskilmála hér að ofan.

11) Skilafrestur og endurgreiðsluréttur

Eftir að þú hefur keypt hjá okkur vöru í vefverslun hefur þú 14 daga til að skila henni í verslun okkar í Smáralind, Hagasmára 1, 200 Kópavogi, að því tilskildu að varan hafi ekki verið notuð, henni sé skilað í góðu lagi í upprunalegum umbúðum og að greiðslukvittun fylgi með. Ef þú ákveður að endursenda vöru þá berð þú ábyrgð á og kostnað af því nema þú  hafir fengið ranga eða skemmda vöru afhenta.
Endursendingar á vörum þurfa að berast á þetta heimilisfang: Verslunin Útilíf, Hagasmára 1, 201 Kópavogi.“

12) Hvað er ég lengi að fá vöruna?

Ef þú pantar fyrir kl. 12 á virkum degi sendum við vöruna samdægurs en annars næsta virka dag. Almennt getur þú búist við að varan berist á afhendingarstað innan þriggja (3) virkra daga.

13) Hvernig get ég borgað?

Þú getur borgað með algengustu greiðslukortum. Færsluhirðir er Valitor.

14) Ég finn ekki svar við fyrirspurn minni hér í listanum

Sendu fyrirspurn þína til okkar á vefverslun@utilif.is

Þú þarft að samþykkja skilmála um persónuvernd og gagnaölfun til að geta haldið áfram  Sjá skilmála