UM ÚTILÍF

Útilíf er öflugt smásölufyrirtæki á sviði íþrótta- og útivistar. Fyrirtækið rekur þrjár stórglæsilegar verslanir á höfuðborgarsvæðinu í Skeifunni 11, Kringlunni og Smáralind auk vefverslunar. Hjá Útilíf er lögð áhersla á vandað vöruúrval tengdu íþróttum og útivist. Leitast er við að bjóða upp á íþrótta- og útivistarfatnað og vörur í hæsta gæðaflokki ásamt því að hafa úrval í helstu verðflokkum. Það ættu því allir að geta fundið vörur við sitt hæfi hjá okkur. Hjá okkur starfa sérfræðingar í hverri deild sem tryggja viðskiptavinum framúrskarandi aðstoð og þjónustu á vörum við allra hæfi. Helstu deildir vöruflokka eru: sportdeild, skódeild, útivistardeild og skíðadeild. Miðlægur vörulager Útilífs sér um tollafgreiðslu, lagerhald og afgreiðslu, og vörumerkingar fyrir flestar vörur Útilífs. Þetta fyrirkomulag tryggir hraða afgreiðslu á vörum til verslana og þar af leiðandi hafa viðskiptavinir Útilífs ávallt aðgang að nýjustu vörulínunum hverju sinni.

 

Helstu vörumerki eru m. a.: The North Face, Meindl, Lowa, Ortovox, High Peak, ThermaRest, Leki, Deuter, MSR, Platypus, Silva, SeaToSummit, Petzl, Adventure Food, Bridgedale, Nike,  Adidas, Under Armour, Rossignol, Tecnica, Nordica, Marker, Blizzard, Uvex,Didrikson, Surfanic, Speedo, Arena, Brekka, 2XU, ON, Look, Asanas, Sklz.

JAFNRÉTTISÁÆTLUN ÚTILÍFS 2023 - 2026

Stefna Útilífs í jafnréttismálum er að vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna innan vinnustaðarins.  Í áætluninni eru sett upp markmið og aðgerðaráætlanir til að ná þessum markmiðum.

Jafnréttisáætlunin gildir fyrir allt starfsfólk Útilífs.

Jafnréttisáætlunin er sett fram samkvæmt lögum um jafnan rétt og jafna stöðu kynjanna nr.150/2020,  og annarra laga og krafna er snúa að jafnrétti.

Markmið

Útilíf leggur áherslu á jafnan rétt kynjanna til launa, stöðuveitinga, starfa og þátttöku í nefndum og störfum meðal allra starfsstétta Útilífs.  Starfsfólk  Útilífs skal enn fremur njóta sömu tækifæra, réttinda og starfsaðstæðna óháð kynþætti, þjóðerni, trúarbrögðum eða öðrum þáttum.

Útilíf vinnur að undirbúningi undir jafnlaunavottun og stefnir að því að öðlast vottun skv. 7 gr. laga nr. 150/2020 um mitt ár 2023.  Ár hvert verður unnið að viðhaldsvottun og þriðja hvert ár endurvottun.

Eftirfarandi eru markmið Útilífs:

  1. Starfsfólk skal njóta sömu launa og kjara fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf, óháð kyni
  2. Starf sem laust er til umsóknar skal standa öllum opið, óháð kyni
  3. Lögð er áhersla á að starfsþjálfun og endurmenntun standi öllu starfsfólki til boða, óháð kyni.
  4. Lögð er  áhersla á að starfsfólk geti samræmt vinnutíma og fjölskyldulíf eins og kostur er.
  5. Starfsfólki skal auðveldað að koma aftur til starfa eftir fæðingar- og foreldraorlof eða leyfi úr vinnu vegna brýnna fjölskylduaðstæðna
  6. Einelti, kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni  er ekki liðin á vinnustaðnum. 

 

STARFSFÓLK

Jón Halldór Baldvinsson

Verslunarstjóri í Skeifunni

jonhb(hjá)utilif.is

--

Hildur Sigurðardóttir

Verslunarstjóri í Kringlu

hildur(hjá)utilif.is

--

Gauti Sigurpálsson

Vörustjóri útivistar- og vetrarvara

gauti(hjá)utilif.is

--

Elín Tinna Logadóttir

Framkvæmdastjori

elin(hjá)utilif.is

--

Rut Arnardóttir

Vörustjóri skódeildar og framstilling

rut(hjá)utilif.is

--

Laufey Ólafsdóttir

Birgðabókari

laufey(hjá)utilif.is

--

SKRIFSTOFA & KENNITÖLUR

Skrifstofa Útilífs er í Skeifunni 11. Heimilisfang skrifstofu er:
Útilíf Skrifstofur - Main Offices
Skeifunni 11
108 Reykjavík
Iceland
Útilíf er í eigu félagsins Útilíf ehf., kt. 690321-0920

Vsk nr. 141750

AUGLÝSINGA- & STYRKBEIÐNIR

Vinsamlegast beinið erindum og fyrirspurnum á netfangið utilif@utilif.is

VERSLANIR

Símanúmer Útilífs er 545-1500
Beint númer í Kringlu er 545-1530
Beint númer í Smáralind er 545-1560

Þú þarft að samþykkja skilmála um persónuvernd og gagnaölfun til að geta haldið áfram  Sjá skilmála