Ábyrgð

Ábyrgð

Hvað er í ábyrgð og hversu lengi gildir hún?
Ábyrgðin gildir eins lengi og upp er gefið fyrir hverja vöru fyrir sig. Ábyrgðin tekur gildi á kaupdegi. Almennur kvörtunarfrestur skv. lögum er 2 ár.

Hvað mun Útilíf gera til að leysa málið?
Útilíf mun skoða vöruna og áskilur sér rétt til þess að ákveða hvort ábyrgðin gildir fyrir hvert einstaka tilfelli fyrir sig. Ef ábyrgðin er samþykkt, þá mun Útilíf sjá um og ákveða að, annað hvort gera við vöruna eða skipta henni út fyrir sömu vöru eða sambærilega.

Ábyrgðarskilmálar
Ábyrgðin nær ekki yfir venjulega notkun, slit, rispur og aðrar skemmdir sem til koma vegna slyss eða þungra högga. Ábyrgðin gildir ekki ef vörur hafa verið geymdar, settar saman eða uppsettar á rangan hátt, notaðar á óviðeigandi hátt, notaðar á rangan hátt, þeim hefur verið breytt eða hreinsaðar með röngum efnum eða aðferðum. Ábyrgðin gildir eingöngu fyrir þann aðila sem kaupir vöruna upprunalega í Útilíf. Hún færist ekki milli eigenda.

Meðhöndlun
Fylgdu vandlega leiðbeiningum um samsetningu og meðhöndlun.

Almenn réttindi
Þessi ábyrgð veitir þér tiltekin réttindi. Þessi ábyrgð hefur á engan hátt áhrif á lagaleg réttindi þín.

JAMIS BICYCLES ® - Ábyrgðarskilmálar

Öllum Jamis hjólum fylgir lífstíðarábyrgð á stellum vegna galla í efni og/eða samsetningu, að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum og takmörkunum.

1. Að frátöldum neðangreindum gerðum, gildir lífstíðar ábyrgð fyrir Jamis stell og gafla, á meðan hjólið er í eigu upphaflegs kaupanda.

    a. Dakar Full Suspension  og Komodo: 5 ára ábyrgð

    b. Xenith Carbon Road stell: 3 ára ábyrgð

    c. Diablo Full Suspension: 2 ára ábyrgð

2. Aðrir hlutar hjólsins  utan Jamis stells og gaffals bera 2. ára ábyrgð.

3. Ábyrgð þessi gildir aðeins fyrir upphaflegan kaupanda hjólsins og er ekki framseljanleg .

4. Eðlilegt slit, slys, ill meðferð, hirðuleysi, röng samsetning og/eða viðhald annarra en viðurkenndra aðila eða notkun aukahluta sem ekki eru ætlaðir viðkomandi hjóli, fellur ekki undir þessa ábyrgð!

5. Til að nýta sér ábyrgðina verður að koma með hjólið til Útilífs eða viðurkennds viðgerðaaðila, ásamt sölukvittun, reikningi eða annarri skriflegri sönnun á kaupum, sem inniheldur raðnúmer hjólsins.

6.Sé hjólið málað eða því breytt fellur ábyrgðin úr gildi.

Ávallt skal haft í huga við kaup á hjóli að það henti fyrirhugaðri notkun.


 

 

Til baka Senda síðu

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica