Val á hlaupaskóm

Val á hlaupaskóm

Að velja réttu hlaupaskóna

 Hlauparar ættu að fjárfesta í góðum og vönduðum hlaupaskóm. Hlaupaskórnir eru mikilvægasti búnaðurinn fyrir hlauparana, og  valið hefur ekki bara áhrif á fæturna heldur líka bakið, hnén og mjaðmirnar með meiru. Mikilvægt er að horfa ekki í aurinn þegar kaupa á hlaupaskó og skipta reglulega.

Hlaupaferillinn

 Þegar þú hleypur, þá er utanverður hællinn sá hluti fótarins sem fyrstur kemur á jörðina í niðurstiginu. Fóturinn veltur inn á við og fær á sig ákveðinn innhalla og flest síðan út. Í uppstiginu fær fóturinn á sig úthalla með því að velta yfir á tábergið og snúast út. Á þessum tímapunkti í uppstiginu verður fóturinn mjög stífur og undirbýr frástigið.

Algengast er að fólk sé með of mikinn innhalla en miklu færra fólk er með úthalla.

Hlutlaus hlaupastíll er einnig mjög algengur.

Það sem einnig mikilvægt að vita, er að náttúruleg dempun fótarins nýtist mismunandi eftir því hvernig hlaupaferillinn er. Þeir sem eru með of mikinn innhalla nýta innbyggða dempun í hæl en ná ekki að nýta dempun tábergs að fullu. Þeir sem eru með hlutlausan (normal) hlaupaferil eða nálægt því, ná hámarksdempun út úr fætinum. Þeir sem eru með of mikinn úthalla nýta ekki dempun hælsins og nýta dempun tábergs þokkalega en eru töluvert út á jarkanum.

Hvernig hlaupaferil ert þú með??

Hæðin undir iI (rist) segir nokkuð um hvernig hlaupaferil þú ert með. Þú getur fundið út hvernig ilin á þér er með því að fara í "blautfótar" prófið:   

Þú bleytir ilina og stígur á blað.

Ef allur fóturinn myndar far á blaðið þá ertu með lága il og flatan fót og þá er mjög líklegt að þú sért með of mikinn innhalla. (C)

Ef einungis hællinn og tábergið mynda far á blaðið, þá ertu með háa il og mjög lílegt er að þú sért með of mikinn úthalla. (A)

 

 100408-fot-ill-mellan

 Veldu réttu hlaupaskóna

 Til að einfalda val á hlaupaskóm hafa verið búnir til 3 flokkar. Í hverjum flokki er að finna skó, sem henta fyrir ákveðið hlaupalag. Þessir flokkar eru:

  • Innanfótarstyrktir skór
  • Stöðugir skór
  • Venjulegir/utanfótarstyrktir

Innanfótarstyrktir skór

Innanfótarstyrktir skór eru stífustu skórnir og mest stýrandi í hlaupaferlinum. Þeir eru hannaðir til að minnka eins mikið og hægt er innhalla eða hægja eins mikið og hægt er á innhalla hreyfingunni. Þessi flokkur af skóm hefur stífari og harðari efni og skórnir eru þar með þyngri og endingarbetri en skór í öðrum flokkum.

Á síðustu árum hefur orðið mikil framför í hönnun og smíði innanfótarstyrktra hlaupaskóa og því er til dæmis þyngdin á þessum skóm núna ekki lengur neitt sérstakt vandamál.Oft eru innanfótarstyrktir skór með aukalega stífa einingu í millisólanum ti að hindra innhallann, polyurethane millisóla sem er stífari og þyngri en EVA millisólinn og hert gúmmi í ytri sólanum sem er þyngra og endingarbetra en blásið gúmmí.

Flestir innanfótarstyrktir skó eru með beinan skóleista, sem sem tryggir stöðugleika og hámarks stuðning og stýringu á fætinum.

Kauptu þennan flokk af skóm ef þú:

  • Ert með of mikinn innhalla og þarft að vinna á móti honum og leggur áherslu á endingargóða skó.
  • Notar innlegg og vilt stífan millisóla og djúpan hæl.
  • Ert þung(ur) og vilt sérstaklega mikla endingu og stýringu á hlaupaferli fótarins.

Innanfótarstyrktir skór henta yfirleitt hlaupurum með flatan fót.

Stöðugir skór

Stöugir skór eru oft hæfileg blanda af dempun og mýkt, stífum millisóla og endingarbetri skóm. Til að ná fram stöðugleika í skónum, eru þessir skór oft með stífum millisóla eða tvöföldum millisóla úr efni með miklum þéttleika og styrk. Stöðugir skór eru yfileitt með hálf-sveigðum skóleista.

Kauptu þennan flokk af skóm ef þú:

  • Ert miðlungs þung(ur) hlaupari og ert ekki með nein vandamál í hlaupaferli fótarins.
  • Vilt stöðugleika í skónum og góða endingu.

Stöðugir skór henta oft mjög vel hlaupurum með venjulega il (ekki of háa eða flata).

Venjulegir/Utanfótarstyrktir

Venjulegir/utanfótarstyrktir skór eru yfirleitt með mýksta millisólann og minnsta stuðning í millisólanum. Þessi flokkur af skóm er yfirleitt með hálf-sveigðan eða sveigðan skóleista til að trufla ekki hreyfingu fótarins í hlaupaferlinu, en það er sérstaklega gott fyrir þá sem eru með einhvern úthalla (frekar stífur fótur).

Þú átt að kaupa þennan flokk af skóm ef þú:

  • Ert með venjulegan hlaupaferil eða einhvern úthalla og þarft ekki neinn stuðning frá millisóla.

Venjulegir/utanfótarstyrktir skór henta oft hlaupurum með háa il.

 

Til að fá örugga hlaupagreiningu er best að fara til fagmanna og fá skorið úr því hvernig fóturinn og hlaupalagið þitt er.

 

 

 

 

 

 

Til baka Senda síðu

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica