Val á hjóli

Val á hjóli

Þó að val á hjóli sé ekki sama skuldbinding og til dæmis að gifta sig, þá þarf þó að hugsa sig aðeins um. Sérstaklega ef um fyrsta hjól er að ræða.


Hvaða hjólagerð á ég að kaupa?

Það fyrsta sem þú þarft að ákveða er hverrar gerðar skal hjólið vera. Í grunnin eru fjórar gerðir af hjólum á markaðinum og val þitt snýst aðalega um hvar og hvernig þú ætlar að hjóla.

Götuhjól er hönnuð til að hjóla á malbikuðum götum og fara hratt yfir. Þau eru með mjóum dekkjum, léttu stelli 09_VENTURASPORTog  þú situr þannig á hjólinu að þú hallar þér fram á stýrið. Þú velur etv. Svona hjól ef þú ert að hjóla langar vegalengdir á miklum hraða.

Stell götuhjóla eru ekki mjög sterkbyggð og þola oftast ekki mikla þyngd eða mikið skrölt á lélegum vegum. Þau eru álíka hæf fyrir malarvegi og háir hælar. 

 

 

Fjallahjól hafa notið gríðarlegra vinsælda s.l. 20 ár. Fjallahjól eru með breiðum dekkjum, stellið og beint stýrið,
09_TRAILX3_SFTbjóða upp á uppréttari setstöðu en á götuhjólum, það er hærra undir stellið til að komast yfir steina og aðra fyrirstöðu. Fjallahjól þola líka betur áníðsluna sem fylgir torfærum.

 

 

 

 

Blendingshjól (Hybryd) er blanda af fjallahjóli og götuhjóli. Í þeim er reynt að bjóða það besta frá báðum ef þú 09_EXPLORER2_SLhyggst aðallega hjóla styttri ferðir á malbiki Bledingshjól eru með þynnri og sléttari dekkjum og fara hrtaðar en fjallahjól, þau bjóða upp á enn uppréttari setstöðu og nokkurn veginn bein stýri.Blendings hjól er góður kostur fyrir borgina og bjóða upp á hraða, góða endingu og þægindi.

 

 

 

Krúserhjól (Cruisers) eru með breiðum dekkjum, breiðu og mjúku sæti, uppréttu stýri og eru oft aðeins eins Jamis09_taxigíra. Þetta eru sannkölluð borgarhjól. Mjög einföld og traust, auðveld í viðhaldi en eru best á flatlendi. Þetta er hjólið fyrir þá sem vilja komast á þægilegan hátt á milli staða án tillits til hraða.

Til baka Senda síðu

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica