Val á bakpoka

Val á bakpoka

 

Bakpokar

Hvort sem þú ert að ganga á snæviþakinn fjöll eða á heiðarlöndum, þá þarftu bakpoka til að bera búnaðinn þinn. Góður bakpoki á að vera þægilegur þegar hann er fullur og stöðugur við erfiðar aðstæður. Mismunandi aðstæður kalla þó á mismunandi tegund bakpoka.

Val á bakpoka

Besta orkusparandi aðferðin við að bera bakpoka, er að bera hann hátt og sem næst líkamanum svo að þyngdarpunkturinn sé réttur og þú getir gegnið uppréttur og beinn í baki. Þetta er í lagi þar sem gengið er á stígum og á flötu landi, en við erfiðari aðstæður veltur tophlaðinn poki  fram og til baka þannig að þú getur misst jafnvægi. Í fjallgöngum og klfri er betra að þyngdin sé fyrir neðan axlir, þó nálægt baki, en þegar þú ert á skíðum, í fjallahlaupi eða á fjallahjóli ætti að  hafa þyngdarpunktinn jafnvel enn neðar, svo sem mestu jafnvægi sé náð. Því þarf að velja bakpoka eftir því við hvaða aðstæður á að nota hann. Poki sem gott er að nota á göngu eftir Laugaveginum er líklega ekki sá sami, sem þú villt nota í fjallamaraþoni.

Burðargeta bakpoka

Allajafna er best að kaupa bakpoka sem er nógu stór til að bera það mesta sem þú munt taka með þér. Ofhlaðinn lítill bakpoki er óþægilegur og óstöðugur, sérstaklega ef þú þarft að hengja búnað utan á hann. Það sem skiptir mestu máli er að bakpokinn passi á þig. Lykilatriðið er að bakpokinn passi líkama þínum. Því skaltu máta bakpokann í næstu verslun Útilífs. Ef þú hefur ekki tök á því máttaðu þá pokann heima með þyngd til að fá tilfinningu fyrir bakpokanum hlöðnum.

  • Sumarganga Fyrir gönguferðir að sumri  þarftu dagpoka nógustóran til að bera hluti eins og hlífðarfatnað, peysu, húfu, vettlinga, auka sokka, kort, áttavita, flautu, fyrstu hjálpar sett, sólarvörn, mat og drykk. Undir þetta dugar 25-35 lítra dagpoki. Hlauparar eða göngumenn sem ætla í aðeins nokkurra klukkustunda göngu komast jafnvel af með enn minni bakpoka eða mittistösku. Þó skal þess gætt að pokinn sé ekki það lítill að skilja þurfi eftir nauðsynlegan öryggisbúnað.
  • Vetrarganga Um vetur þar að gera ráð fyrir auka hlýum fatnaði, húfu, vettlingum, auka sokkum, bivi poka, höfuðljósi, setmottu, hitaflösku ofl. Nausynlegt er líka að hafa festingar fyrir brodda og ísaxir. Hentug stærð að vetrarpoka er 35-45 lítrar. Þessa stærð er að sálfsögðu einnig hægt að nota að summri. Þú þarft ekki að fylla pokann. Þessar stærðir eru til viðmununar, ef þú veist að þú þurfir umfangsmikinn búnað þarftu stærri poka. Litlir pokar henta minna fólki líka og öfugt. Jakki í XS tekur minna pláss en jakki í XXL!
  • Ferðapoki 30 – 45 lítra poki hentar líka til lengri ferða þar sem gegnið er á milli skála, þar sem þörf er á aukabúnaði til notkunar að kvöldi. En þurfir þú að bera með þér prímus, eldsneyti, mat, svefnpoka og jafnvel tjald þá þarftu líklega stórann poka 50 + lítra. Fer þá stærð pokanns eftir hve mikið þú þarft að bera.


Hvernig axlar maður bakpoka?

 

Deauter-losa-allar-olar

 Byrjaður á því að losa um allar ólar.

 

 

 

 

 

 

 

pokann-a-bakid

Axlaðu bakpokann, stilltu af mjaðmabeltið og hertu. Þegar þú gerir þetta á miðja mjaðmabeltisins að bera yfir mjaðmabeinunum, ekki fyrir ofan því þá þrýstir pokinn á magann.

 

 

 

 

 

 

 

herda-axlaolar

Hertu því næst axlaólarnar en ekki of fast því meginþunginn á að hvíla á mjaðmabeltinu!

 

 

 

 

 

 

 

herda-stoduleikaolar

Ef mjaðmabeltið  er með stöðuleikaólum, þá skaltu herða þær.

 

 

 

 

 

 

 

herda-axla-stoduleikaolar

Þú skalt líka axla stöðugleikaólarnar til að færa þungann nær líkamanum og þyngdarmiðju.

 

 

 

 

 

 

 

festa-brjostkassaolar

Að lokum festirðu brjóstkassaólarnar til að halda axlarólunum á réttum stað. 

Til baka Senda síðu

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica