Fréttir

Vildarklúbbur Útilífs

Vildarklúbbur Útilífs

1.10.2017

Útilíf er með vildarklúbb fyrir viðskiptavini sína.

Það sem þarf að gera er að fara í App verslun fyrir símtækið ykkar (fyrir Android, Apple eða Windows) og hlaða niður Útilífsappinu.  (Nafnið á því er:  Útilíf)

Þegar inn í appið er komið skráið þið ykkur inn sem nýja notendur. 

Nýir aðilar fá strax afsláttarkjör á formi punkta.  Við öll kaup, líka af tilboðum og útsölum fá aðilar 3% inneign.  Þá inneign er hægt að nota aftur innan klukkustundar til að greiða fyrir vörur.

Við aukin kaup geta meðlimir fengið hærri punkta og einnig beinan afslátt.  Nánari lýsing er í skilmálum sem koma upp ef smellt er á slóðina neðst í fréttinni.

Einnig er í appinu hægt að sjá vörur og meðlimir eiga von á að fá send til sín girnileg tilboð.  Þar má einnig sjá yfirlit yfir sölusöguna.

Auðkenning fer þannig fram að í hvert skipti sem farið er á kassa er farið í appið og framvísað strikamerki sem er að finna í appinu, allt annað er sjálfvirkt.

Hvað fylgir í smáa letrinu?:  Við erum að koma appinu í gang og vonum að ef eitthvað gengur brösuglega fyrstu dagana þá sýnið þið okkur þolinmæði og láta okkur vita.  Eins væri gaman að heyra af því sem betur mætti fara?

Og þá er bara að ná í Útilífs appið og skrá sig í klúbbinn. 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica