Fréttir

Innköllun á Ortovox 3+ snjóflóðaýlum

15.5.2018

Eftirfarandi er fréttatilkynning dagsett 15/5/2018 frá Ortovox

 

FRÉTTATILKYNNING

 

INNKÖLLUN Á ORTOVOX 3+ SNJÓFLÓÐAÝLUM MEÐ HUGBÚNAÐARÚTGAFU 2.1

Athugun og endurgjöf frá samstarfsmönnum okkar (SAFETY ACADEMY PARTNERS) hefur leitt í ljós að við mjög sjaldgæfar aðstæður getur orðið tímabundin truflun á sendingarvirkni
í 3+ snjóflóðaýlum með hugbúnaðarútgáfu 2.1  Þetta getur leitt til lengingar á leitarferlinu.
Ástæðan fyrir truflununum er hugbúnaðarvilla.

Engin slys hafa orðið vegna hugbúnaðarvillunnar svo vitað sé.  Til að gæta fyllstu
varúðar og til að tryggja að viðskiptavinir okkar séu ekki í hættu erum við að innkalla
alla 3+ snjóflóðaýla sem keyra hugbúnaðarútgáfu 2.1. Tæki sem þetta á við um má ekki nota án hugbúnaðaruppfærslu.

Þessi varúðarinnköllun á eingöngu við um ORTOVOX 3+ snjóflóðaýla með hugbúnaðar-      útgáfu 2.1. 

Þessi innköllun á ekki við um 3+ tæki sem keyra hugbúnaðarútgáfur 1.0, 1.1, 2.0, 2.2 – óháð
lit – eða aðra ORTOVOX snjóflóðaýla (S1 +, S1, ZOOM).

BAKGRUNNSUPPLÝSINGAR
Öryggi viðskiptavina okkar hefur verið forgangsverkefni okkar síðan fyrirtækið var stofnað árið 1980. ORTOVOX hefur selt 3+, sem er fullkomið tæki til notkunar í varasömum aðstæðum í brattlendi frá 2010. Þrátt fyrir ýtarlegt gæðaeftirlit, höfum við nú uppgötvað sviðsmynd sem hefur aldrei áður komið upp í eftirlits- og gæðaferlum okkar.

HVERNIG INNKÖLLUNIN GENGUR FYRIR SIG
Hin nýja hugbúnaðarútgáfa 2.2 mun leiðrétta villuna. Tæki sem innköllunin á við um er hægt að senda inn frá 25. maí og síðar.
Allar nauðsynlegar upplýsingar um auðkenningu á tækjunum og hvernig innköllun fer fram má finna á heimasíðu okkar: www.ortovox.com/recall-3plus

Umboðsaðili Ortovox á Íslandi er Verslunin Útilíf. Hægt er að fá upplýsingar í gegnum netfangið gauti(hjá)utilif.is


 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica