Um útilíf

Útilíf er öflugt smásölufyrirtæki á sviði íþrótta- og útivistar. Fyrirtækið rekur tvær stórglæsilegar verslanir á höfuðborgarsvæðinu í Kringlunni og Smáralind.

Hjá Útilíf er lögð áhersla á vandað vöruúrval tengdu íþróttum og útivist. Leitast er við að bjóða upp á íþrótta- og útivistarfatnað og vörur í hæsta gæðaflokki ásamt því að hafa úrval í helstu verðflokkum. Það ættu því allir að geta fundið vörur við sitt hæfi hjá okkur.

Hjá okkur starfa sérfræðingar í hverri deild sem tryggja viðskiptavinum framúrskarandi aðstoð og þjónustu á vörum við allra hæfi. Helstu deildir vöruflokka eru: sportdeild, skódeild, útivistardeild, skíðadeild, veiðideild og hjóladeild.

Miðlægur vörulager Útilífs er hjá vöruhúsinu Hýsingu sér um tollafgreiðslu, lagerhald og afgreiðslu, og vörumerkingar fyrir flestar vörur Útilífs. Þetta fyrirkomulag tryggir hraða afgreiðslu á vörum til verslana og þar af leiðandi hafa viðskiptavinir Útilífs ávallt aðgang að nýjustu vörulínunum hverju sinni.
 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica