Skilmálar

Tryggðarklúbbur Útilífs

Skilmálar

Aðild að Útilífsklúbbnum

Til að gerast meðlimur í Útilífsklúbbnum þarf að skrá sig í gegnum Útilífsapp sem er aðgengilegt í gegnum helstu farsíma.  Í innskráningarferlinu þarf að koma fram nafn, netfang, kyn og fæðingardagur.  Einnig þarf að skrá hvaða vöruflokkum klúbbmeðlimur hafa áhuga á. Skráning persónuupplýsinga er gerð á grundvelli 2. tölul. 1. mgr. 8. gr. laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, nr. 77/2000.

Allir einstaklingar, 18 ára og eldri geta orðið meðlimir í Útilífsklúbbnum.

Með því að skrá sig heimilar meðlimur Útilíf að nota allar skráðar upplýsingar til markaðsetningar fyrir Útilíf, þar með talið netfang. Útilíf afhendir ekki þriðja aðila skráðar upplýsingar til markaðssetningar óviðkomandi Útilíf. Skoðast samþykki á þessum skilmálum sem fyrirfram samþykki í skilningi 1. mgr. 46.gr fjarskiptalaga, nr. 81/2003. Umsækjandi getur afturkallað þetta samþykki á síðari stigum með því að senda póst á netfangið klubbur@utilif.is.

Punktasöfnun og afsláttur

Meðlimir í Útilífsklúbbnum geta safnað punktum með viðskiptum í verslunum Útilífs.  Til að punktar safnist þarf klúbbmeðlimur að framvísa QR kóða sem er inni í Útilífsappinu. Fjöldi punkta sem safnast er í samræmi við reglur hverju sinni.  Hver punktur jafngildir einni krónu. Punktar fyrnast á 2 árum.  Punktar geta safnast í samræmi við meðlimastöðu (hvort meðlimur er brons-, silfur- eða gullmeðlimur). Einnig getur Útilíf gefið tímabundin tilboð þar sem meðlimum bjóðast auknir punktar. Slík punktatilboð geta gilt eingöngu einu sinni.

Klúbbmeðlimur fær afslátt í samræmi við reglur hverju sinni.  Til að fá afslátt þarf að framvísa QR kóða sem er inni í Útilífsappinu.  Afsláttur fæst í samræmi við meðlimastöðu (hvort meðlimur er brons-, silfur- eða gullmeðlimur). Einnig getur Útilíf gefið klúbbmeðlimum sérstök tímabundin tilboð þar sem meðlimum býðst aukinn afsláttur.  Til að nýta slík tilboð þarf að virkja tilboðið í appinu. Slík tilboð geta gilt eingöngu einu sinni. Verð á vöru í Útilífs Appi er birt með fyrirvara um rétt verð.

Ekki fást punktar þegar greitt er með inneignanótu,gjafakorti og rafrænum gjafakortum.

Punktanotkun

Daginn eftir kaup er hægt að nota punkta til að greiða fyrir vörur í verslunum Útilífs.  Punkta er hægt að nota við öll kaup, einnig á tilboðum og útsölum.  Til að geta nýtt punkta þarf að framvísa QR kóða í Útilífsappinu.

Punktastaða

Hægt er að sjá punktastöðu sína í Útilífsappinu.  Þar er einnig hægt að sjá viðskiptasögu.

Stig aðildar

Útilífsklúbburinn skiptist í þrjú stig, Brons, Silfur og Gull.
Allir meðlimir fá send sértilboð og geta safnað sér fríðindum.

Brons
Við inngöngu í klúbbinn verður meðlimur sjálfkrafa bronsmeðlimur. Bronsmeðlimir fá ekki afslátt en við kaup safnast punktar sem nema 3% af kaupupphæð.

Silfur
Ef meðlimur hefur verslað fyrir meira en 150.000 kr. á 12 mánaða tímabili færist hann upp í Silfur. Á sama hátt dettur silfurmeðlimur niður í brons ef ekki er verslað fyrir 150.000 kr. á 12 mánaða tímabili.  Silfurmeðlimir fá 5% afslátt á kassa og punkta sem nema 5% af kaupupphæð.

Gull
Ef meðlimur hefur verslað fyrir meira en 500.000 kr. á 12 mánaða tímabili færist hann í Gull. Á sama hátt dettur gullmeðlimur niður í silfur eða brons ef ekki er verslað fyrir 500.000 kr. á 12 mánaða tímabili.  Gullmeðlimir fá 10% afslátt á kassa og punkta sem nema 5% af kaupupphæð.

Annað

Útilíf áskilur sér rétt til að leggja Útilífsklúbbinn niður eða breyta honum hvenær sem er, með eða án þess að tilkynna slíkt sérstaklega. Í þessu felst réttur Útilífs til að fella niður eða breyta reglum og punktakerfi.  Verði Útilífsklúbburinn lagður niður, er Útilíf heimilt að fella niður alla áunna punkta. Útilíf mun leitast við að tilkynna meðlimum fyrirfram ef tekin verður ákvörðun um að leggja klúbbinn niður. Útilíf ber enga ábyrgð á tjóni eða tapi sem meðlimir kunna að verða fyrir vegna breytinga á reglum þessum eða vegna þess að Útilífsklúbburinn er lagður niður.

Klúbbmeðlimur ber ábyrgð á sínum aðgangi sem er varinn með lykilorði sem viðkomandi bjó til. Ef klúbbmeðlimur telur að einhver hafi komist yfir lykilorðið sitt getur viðkomandi breytt því í Útilífsappinu.

Eftir skráningu í klúbbinn þurfa að líða 15 mínútur til að geta notað aðganginn í afgreiðslu.

Tilboð sem klúbbfélögum bjóðast eru boðin með fyrirvara um breytingar og takmarkað vöruframboð.

Félagar í Útilífsklúbbnum eru bundnir af skilmálum klúbbsins líkt og þeir eru á hverjum tíma en geta sagt sig úr klúbbnum með því að senda uppsögn sína í tölvupósti á netfangið klubbur@utilif.is telji þeir sig ekki geta sætt sig við efni skilmálanna.

Ef það er einhverjar spurningar hafðu þá endilega samband við okkur klubbur@utilif.is


           

Til baka Senda síðu

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica